12.6.2009 | 22:35
Svavar Gestsson á hrós skilið!
Eftir að hafa hlýtt á Svavar Gestsson í Speglinum og Ólínu Þorvarðardóttur og Ólaf Arnarson í Kastljósi í kvöld þá líta málin þannig út frá mínum bæjardyrum:
- Gamli, góði, komminn Svavar Gestsson talaði tæpitungulaust. Minn gamli samherji frá fornu fari greindi stöðu Íslendinga í Icesave af óvenjulegri skarpskyggni. Það kom mér skemmtilega á óvart aldarfjórðungi síðar að vera allt í einu sammála Svavari Gestssyni en svona er lífið og svona breytir þessi óáran öllu okkar gildismati.
- Viðræður þeirra Ólínu og Ólafs áttu upphaflega að endurspegla ólík sjónarmið, en gerðu það reyndar ekki. Ólafur hafði fyrst og fremst áhyggjur af því að lítið yrði úr eignasafni Landsbankans þegar upp væri staðið. Öll íslenska þjóðin deilir þessum áhyggjum með Ólafi. Hafa verður þó hugfast að með því að búast alltaf við hinu versta, er hægt að slá öll mál út af borðinu. Auk þess liggur ekkert trúverðugt plan B fyrir.
- Niðurstaðan er einfaldlega þessi. Með staðfestingu Alþingis á Icesave-samkomulaginu opnast okkur dyr sem áður voru lokaðar. Við þurfum svo sannarlega á því að halda. Þá er loksins von til þess að rofi til í efnahagsmálum landsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:38 | Facebook
Athugasemdir
Þá bregðast krosstré sem önnur..
Ef þinn flokkur væri nú í stjórnarandstöðu þá væri hann brjál.. ÞETTA er ástæðan fyrir því að það ætti að leggja fjórflokkana niður með det samme... ekki vegna þess að þið látið endilega hagsmuni ykkar flokkst stjórna ykkur... frekar að þið gerið skoðanir ykkar formans að ykkar eigin.. án spurninga. Stórhættulegt.
"...með staðfestingu Alþingis á Ivesavesamkomulaginu opnast okkur dyr.." "...von til þess að rofi í efnahagsmálum.."
Hefur þú séð þennan samning sem þú ert þegar búinn að samþykkja?
Ertu vanur að kvitta undir samning sem þú hefur ekki séð?
Finnst þér vextir sem eru 30% hærri á ári en allur þorskvóti Íslendinga á ári bera merki um að hér muni rofa til í efnahagsmálum?
Og þetta er bara dropi miðað við öll önnur lán sem þessi þjóð er að taka..
Það er verið að knésetja þessa þjóð með þessum samningum og afhverju? Jú, vegna þess að þessari þjóð sárvantar sterkan leiðtoga sem kann að verja sína þjóð.
Hvar hann er veit ég samt ekki... Kannski bara Sigmundur. Virðist vera að hann sé sá eini sem ber almennilega núna í borðið... og jú Þór Saari.
Ríkisstjórn Íslands er sorgleg.. alveg jafn sorgleg og sú fyrri. Pólitík er sorgleg.
Björg F (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.